Ari Gunnarsson fer yfir málin með leikmönnum sínum í leik með Skallagrími í vetur. Ljósm. Skallagrímur.

„Stefnum að því að komast inn í úrslitakeppnina“

Ari Gunnarsson tók við þjálfun körfuknattleiksliðs Skallagríms um miðjan janúarmánuð eftir að félagið rifti samningi við Spánverjann Richardo Gonzáles Dávila. Ari er borinn og barnfæddur Reykvíkingur en er öllum hnútum kunnugur í Borgarnesi frá því á leikmannsferli sínum. „Ég spilaði með Skallagrími í 13 ár, frá 1993 til 2005. Allan þann tíma bjó ég í Borgarnesi og leið mjög vel. Það er gaman að vera kominn aftur, sjá gamalkunn andlit og hitta gamla kunningja,“ segir Ari í samtali við Skessuhorn og kveðst ánægður að hafa tekið við þjálfun liðsins. „Mér líst mjög vel á þetta verkefni. Leikmennirnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að gera það sem ég bið um að verði gert. Ég er því mjög bjartsýnn á framhaldið,“ segir hann.

Sjá nánar spjall við Ara í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira