Lokað um Kjalarnes, Bröttubrekku og Fróðárheiði

Lokað hefur verið fyrir umferð um Kjalarnes síðan árla morguns. Þá eru Brattabrekka og Fróðárheiði einnig lokaðar. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir enn fremur að miklar líkur séu á því að loka þurfi vegum á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Norðurlandi og um Mosfellsheiði í dag vegna óveðurs.

Gul viðvörun hefur verið gefin út af Veðurstofu Íslands og nær hún til nær alls landsins. Appelsínugul viðvörun er á Suður- og Suðausturlandi.

Við Faxaflóa er spáð 18-25 m/s með mjög snörpum vindhviðum við fjöll, s.s. á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Lélegt skyggni í skafrenningi, einkum á fjallvegum. Búist er við því að veðrið taki að ganga niður um kl. 15:30 í dag.

Við Breiðafjörð er spáð 20-25 m/s jöfnum vindi til kl. 18:00 í dag. Mjög snarpar vindhviður við fjöll og lélegt skyggni í skafrenningi og síðar einnig snjókomu. Akstursskilyrði víða erfið.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira