Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, tekur við skyndihjálparplakati hjá Öldu Vilhjálmsdóttur, formanni Akranesdeildar RKÍ og Sigrúnu Jóhannsdóttur verkefnastjóra. Ljósm. arg.

Rauði krossinn gefur skyndihjálparplaköt

Í tilefni af 112 deginum, sem alla jafnan er haldinn 11. febrúar ár hvert, ætlar Rauði Krossinn á Akranesi að gefa skyndihjálparplaköt á alla opinbera staði á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Þær Alda Vilhjálmsdóttir, formaður Akranesdeildar Rauða krossins, og Sigrún Jóhannsdóttir, verkefnastjóri, ætla að fara á allar þessar stofnanir næstu daga og afhenda plakötin. Fyrsta plakatið afhentu þær Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, á mánudagsmorgun. „Þetta eru 24 plaköt sem munu fara upp á öllum leikskólum, skólum, sundlaugum og öðrum opinberum stofnunum í sveitarfélögunum,“ segir Alda í samtali við Skessuhorn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir