Nokkrir félagar í Andarungahreyfingunni fyrir utan gamla Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.

Heimboð í gamla Heiðarskóla á sunnudag

The Ducklings Movement, eða Andarungahreyfingin, er alþjóðlegur félagsskapur tölvuleikjaspilara sem spila fjölspilunarleiki á netinu. Sagt var frá hreyfingunni í Skessuhorni í þarsíðustu viku. Andarungarnir keyptu gamla Heiðarskóla Hvalfjarðarsveit fyrir nokkrum árum síðan og komu á fót starfsemi sem nefnist Forest School, eða Skógaskólinn. Þangað geta félagar í hreyfingunni komið í heimsókn og hitt aðra spilara, ferðast um landið og fleira slíkt.

Á sunnudaginn, 18. febrúar kl. 14:00, ætla Andarungarnir að bjóða gestum og gangandi að koma í heimsókn Heiðarskóla. Gestum verður boðið að fræðast um starfsemi hreyfingarinnar, að kynnast fólkinu og farið verður í leiki. Rússneskur matur verður á boðstólunum og hlýtt verður á ljúfa tóna. Ef til vill verður brugðið á leik utandyra, ef veður leyfir, að sögn umsjónarmanna Skógaskólans. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir í heimsókn í gamla Heiðarskóla kl. 14:00 á sunnudaginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir