Forsíða fyrsta tölublaðs Skessuhorns sem kom út 18. febrúar 1998.

Tuttugu ár frá því Skessuhorn kom fyrst út

Í þessari viku verður þess minnst að héraðsfréttablaðið Skessuhorn hefur komið út vikulega samfellt í tuttugu ár. Í upphafi var því spáð að útgáfan yrði ekki langlíf. Útgáfa blaða hafði fram að þeim tíma gengið brösuglega í landshlutanum. En blaðið er enn til, tuttugu árum síðar, og nýtur virðingar og í það er vitnað. Íbúar á Vesturlandi hafa alla tíð hlúð að Skessuhorni og metið í verki það sem starfandi blaðamenn og annað starfsfólk hefur fengist við. Til fróðleiks verður í næsta blaði rifjað upp brot af tuttugu ára sögu blaðsins. Frásögn sú verður prýdd tuttugu fréttaljósmyndum sem birst hafa á undanförnum tveimur áratugum.

Tímamótanna verður síðar á árinu minnst með því að hefja undirbúning markvissrar skráningar, og síðar gerðar aðgengilegar almenningi á sérstökum vef, fréttaljósmyndir sem Skessuhorn býr yfir. Lauslega áætlað eru það um tvær milljónir mynda sem flokka þarf og ská, myndir sem segja tuttugu ára samtímasögu mannlífs og framkvæmda í landshlutanum. Það verkefni verður þó ekki unnið nema með utanað komandi stuðningi og verður reynt að afla því verkefni fjár eins og þurfa þykir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir