Sjálfstæðisfélögin halda fimm fundi á næstu dögum

Sjálfstæðisfélögin í Borgarbyggð boða til fimm opinna funda með íbúum á næstu dögum og verður fyrsti fundurinn í kvöld. „Tilgangur fundanna er að eiga samtal við íbúa um næsta kjörtímabil. Hvaða áherslur vilja íbúar að unnið verður með,“ segir í fundarboði og auglýsingu.

Fundirnir verða sem hér segir:

Skemman á Hvanneyri, mánudaginn 12. febrúar klukkan 20-22.

Þinghamar í Stafholtstungum, þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 20-22.

Snorrastofa í Reykholti, miðvikudaginn 14. febrúar klukkan 20-22.

Félagsbær í Borgarnesi, fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 20-22.

Lyngbrekka á Mýrum, laugardaginn 17. febrúar klukkan 14-16.

Líkar þetta

Fleiri fréttir