Björgunarsveitir og fleiri athafna sig á heiðinni. Ljósm. sá.

Lentu í hrakningum í ófærð á Vatnaleið

Sjúkrabíll frá Grundarfirði lagði um nónbil í gær af stað áleiðis á Akranes með slasaðan sjúkling. Nýlega var búið að ryðja Vatnaleið þegar sjúkrabíllinn lagði á heiðina. Engu að síður var orðið ófært öllum bílum á móts við Straumfjarðarvirkjun og festu sjúkraflutningamenn bílinn. Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi kom til aðstoðar, dró bílinn upp og haldið var í Stykkishólm þar sem fólkið hélt fyrir í nótt. Sjúklingurinn verður fluttur suður í dag. Að sögn bjöargunarsveitarfólks var veður mjög slæmt, blint og mikill snjór á heiðinni.

Þess má geta að meðan á þessu stóð var ófært beggja vegna við Grundarfjörð, þar var læknislaust og enginn varasjúkrabíll er til taks í bæjarfélaginu. Sem betur fer urðu ekki önnur óhöpp eða veikindi þá sextán tíma sem sjúkrabíllinn var fjarverandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira