Afmælisár hefst með Bifrastarþingi

Formlegt upphaf 100 ára afmælisárs Háskólans á Bifröst verður fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi kl. 14.00 í Hriflu, hátíðarsal skólans. Gísli Einarsson verður kynnir og samkomustjóri. Meðal mælenda eru Þórir Páll Guðjónsson fyrir hönd Hollvinasamtaka Bifrastar, Jón Sigurðsson, fyrrverandi rektor skólans, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, Sigrún Jóhannesdóttir, fyrrverandi vararektor og lektor við Háskólann á Bifröst ásamt fleirum. Í boði verða léttar veitingar. Nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast á vefsíðunni bifrost.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir