Hótel Húsafell hlýtur verðlaun frá TripAdvisor

Hótel Húsafell var meðal tíu íslenskra hótela sem hlutu ferðamannaverðlaun, Travelers Choice Award, TripAdvisor, fyrir árið 2018. Verðlaunin eru veitt árlega og byggja á umsögnum og einkunnum sem gestir hafa gefið á vefsíðu TripAdvisor. Aðeins þau hótel sem eru meðal efstu 1% hótela samkvæmt umsögn gesta hljóta verðlaunin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir