Nokkrir félagar í Andarungahreyfingunni fyrir utan skólann. Félagar eru á öllum aldri og með mismunandi áhugamál en sameinast í áhuga sínum á fjölspilunarleikjum á netinu.

Andarungahreyfingin undirbýr sig í Hvalfjarðarsveit fyrir nýjan veruleika

The Ducklings Movement, eða Andarungarnir, er alþjóðleg tölvuleikjaspilara sem spila fjölspilunarleiki á netinu. Samtökin eiga uppruna sinn í Rússlandi á síðari hluta níunda áratugarins. Telur hreyfingin í dag tugi þúsunda meðlima, flestir rússneskir en einnig hundruð meðlima frá öðrum löndum. Samtökin keyptu Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit fyrir nokkrum árum og komu á fót starfsemi sem þau nefna Forest School, eða Skógaskólann. Þangað geta félagar í hreyfingunni komið í heimsókn og hitt aðra spilara, ferðast um landið og fleira slíkt. Umsjónarmenn skólans eru Ivan og Natasha. Skessuhorn hitti þau að máli á föstudag og ræddi við þau um Andarungana og skólann. „Andarungahreyfingin var stofnuð af Dmitry Galkovsky, rússneskum heimspekingi og rithöfundi. Hann hefur titilinn Vinur Andarunganna og aðstoðar þá við hvaðeina. Allar áætlanir hreyfingarinnar voru úthugsaðar af honum fyrir þrjátíu árum síðan. Hann hefur skýra sýn og eins og staðan er í dag er allt að þróast í samræmi við áætlanirnar,“ segir Ivan.

Sjá afar áhugavert viðtal við meðlimi hreyfingarinnar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir