Efnin og vopn sem lagt var hald á. Ljósm. LVL.

Fundu mikið magn fíkniefna í bíl á norðurleið

Kvöldið fyrir gamlársdag stöðvaði Lögreglan á Vesturlandi við reglubundið eftirlit bifreið á leið norður Vesturlandsveg. Var ökumaður bifreiðarinnar, að sögn lögreglu, greinilega undir áhrifum fíkniefna og var því handtekinn og færður á lögreglustöð ásant farþega. Við leit í bifreiðinni, á ökumanni og farþega, fannst mikið magn af fíkniefnum. Alls fundust 98 e-töflur, ætlað amfetamín, nokkuð magna af kannabisefnum og eitthvað af öðrum efnum sem eru til frekari rannsóknar. Einnig fundust hnífar og exi í bifreiðinni. Er málið til rannsóknar en grunur er um að efnin hafi átt að selja á Norðurlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira