Þóra Ólsen frá Sjóminjasafninu, en safnið fékk fjórar af þeim sex milljónum króna sem afhentar voru. Þá Margrét Björk Björnsdóttir, Hilmar Már Arason skólastjóri og Svanborg Tryggvadóttir. Ljósm. þa.

Félagið Átthagastofa Snæfellsbæjar leyst upp og eignir þess gefnar

Síðastliðinn laugardag urðu þáttaskil í starfsemi Átthagastofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík þegar ákveðið var að breyta starfsemi félagsins sem stóð fyrir stofnun Átthagastofunnar. Við þessi tímamót var ákveðið að afhenda sex milljónir króna til verkefna á Snæfellsnesi sem byggja á sömu hugsjón og Átthagastofan var stofnuð til. Auk þess var Snæfellsbæ gefin öll tæki og búnaður í eigu félagsins.

Fram kom við athöfn sem haldin var í Átthagastofunni af þessu tilefni, að aðstæður hafa breyst hvað varðar verkefni og rekstur stofunnar, þar sem þau verkefni sem Átthagastofan hefur unnið heyra nú öll undir samstarfssamning við sveitarfélagið Snæfellsbæ. Auk þess hefur tilkoma Svæðisgarðsins Snæfellsnes skapað farveg til verkefnavinnu og samstarfsverkefna með sömu markmiðum og hugsjón á öllu Snæfellsnesi, sem styrkir og styður við allt svæðið og er öllum Snæfellingum til hagsbóta og því ekki talin ástæða til að dreifa kröftunum víðar heldur sameinast um góð verk.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir