Efnissíló Sementsverksmiðjunnar sálugu eru nú rústir einar. Ljósm. kgk.

Búið að rífa sílóin

Búið er að rífa fjögur efnissíló Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Hófst niðurrif þeirra með vélum í gærmorgun. Þá höfðu þegar verið gerðar tvær tilraunir til að sprengja sílóin niður, en án árangurs. Var því brugðið á það ráð að rífa sílóin með vélum.

Beltagrafa með gripskóflu var notuð til verksins. Gekk vinnan greiðlega fyrir sig og í morgun var búið að rífa sílóin, sólarhring eftir að sú vinna hófst.

Það er fyrirtækið Work North ehf. sem annast niðurrif á byggingum og búnaði Sementsverksmiðjunnar sálugu.

Búið er að opna fyrir umferð um Faxabraut, en hún hefur verið lokuð af öryggisástæðum frá því fyrst var reynt að sprengja laugardaginn 30. desember síðastliðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir