Sílóin hafa staðið af sér tvær sprengingar. Nú er verið að rífa þau með vélum. Ljósm. ki.

Sílóin rifin með vélum

Sem kunnugt er hefur ekki borið árangur að sprengja niður leðjusíló Sementsverksmiðjunnar sálugu á Akranesi, þrátt fyrir tvær tilraunir. Því hefur verið brugðið á það ráð að reyna að rífa þau með vélum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem tekin er laust eftir hádegi í dag, er langt komið með rif á einu af sílóunum fjórum. Var það rifið á beltagröfu með gripskóflu. Það er fyrirtækið Work North ehf. sem annast niðurrif á byggingum og búnaði Sementsverksmiðjunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira