Sigurður Lárusson (til hægri á mynd) og Pétur Pétursson fagna sigri á Fram í bikarúrslitaleik haustið 1984. Ljósm. KFÍA.

Andlát: Sigurður Lárusson knattspyrnumaður

Sigurður Lárusson, skipasmíðameistari og fyrrum knattspyrnumaður, lést miðvikudaginn 3. janúar síðastliðinn 63 ára að aldri eftir skyndileg veikindi. Sigurður fæddist á Akureyri 26. júní 1954 og var kvæntur Valdísi Ármann Þorvaldsdóttur. Hann lék knattspyrnu með Akureyrarliðinu og síðan Þór áður en hann hóf að leika með ÍA árið 1979. Var hann einn af lykilmönnum í liði Skagamann frá 1979 til 1988, lék samtals 295 leiki fyrir félagið. Lengst af var hann fyrirliði liðsins og leiddi það til tveggja Íslandsmeistaratitla og fjögurra bikarmeistaratitla. Árin 1983 og 1984 vann Sigurður tvöfalt með ÍA, bæði deild og bikar, afrek sem ekkert lið hefur leikið eftir í íslenskri knattspyrnusögu. Árið 1988 tók Sigurður við þjálfun meistaraflokks ÍA og stýrði liðinu tvö keppnistímabil.

„Sigurður var eftirminnilegur á leikvellinum. Hann bjó yfir mörgum af besti kostum góðs leikmanns og féll vel inn í leikstíl Akranesliðsins. Hann var metnaðarfullur og áræðinn leikmaður. Eins var hann dugnaðarforkur með gott keppnisskap og gaf yfirleitt allt sitt í leikina og uppskar eftir því,“ segir um Sigurð á heimasíðu Knattspyrnufélags ÍA.

Börn Sigurðar og Valdísar eru fjögur; Lárus Orri, Sigurlína Dögg, Kristján Örn og Aldís Marta. Þrjú þeirra fetuðu í fótspor föðursins og lögðu knattspyrnuna fyrir sig. Lárus Orri og Kristján Örn eru báðir fyrrverandi landsliðsmenn og Aldís Marta varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2012. Barnabörn Sigurðar og Valdísar eru átta.

Sigurður lék að nýju með Þór á Akureyri árið 1990 og tók síðan við þjálfun liðsins. Seinna þjálfaði hann Völsung í eitt ár og KA í eitt ár. Hann lék ellefu landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 1981 til 1984.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira