Svavar Garðarsson í Búðardal með verðlaunagrip og blóm frá lesendum Skessuhorns. Ljósm. sm.

Svavar Garðarsson er Vestlendingur ársins 2017

Frá upphafi útgáfu hefur Skessuhorn staðið fyrir útnefningu á Vestlendingi ársins. Valið fer þannig fram að kallað er eftir tilnefningum íbúa um þá sem þykja verðugir þess að hljóta þetta sæmdarheiti fyrir árangur í starfi eða leik. Að þessu sinni bárust tilnefningar um 32 einstaklinga. Vestlendingur ársins 2017 er Svavar Garðarsson í Búðardal í Dalabyggð. Hlaut hann fjölda tilnefninga. Einkum er nefnt að hann hefur lagt fram hundruði klukkustunda í sjálfboðastarfi við að fegra og bæta umhverfið á heimaslóðum. Hann lagfærir og hreinsar opin svæði og er öðrum íbúum hvatning. Í haust beitti hann sér fyrir því að selir úr Húsdýragarðinum yrðu fluttir í laug í Búðardal. Þar fóðrar hann selina og undirbýr þá til að komast í sjó í sitt náttúrulega umhverfi, fáist til þess leyfi.

 

Þeir sem urðu í tíu næstu sætum í kjöri á Vestlendingi ársins eru:

Andrea Björnsdóttir á Eystri-Leirárgörðum (Vestlendingur ársins 2016), Anna Dröfn Sigurjónsdóttir Kvíaholti á Mýrum, Guðmundur Smári og Runólfur Guðmundssynir í Grundarfirði, Guðrún Jónsdóttir safnstjóri í Borgarnesi, Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri á Akranesi, Jósep Ö Blöndal læknir í Stykkishólmi, Máni Hilmarsson hestamaður í Borgarnesi, Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur á Akranesi og Þórður Gylfason veitingamaður á Akranesi.

Skessuhorn óskar öllu þessu fólki til hamingju. Rætt er við Svavar Garðarsson Vestlending ársins í blaðinu í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira