Fyrsta barn ársins fæddist á nýársdag

Fyrsta barn ársins á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi kom í heiminn að kvöldi nýársdags klukkan 22:16. Var það myndar stúlka sem vó 3.822 grömm og er 52 sentímetrar að lengd. Stúlkan er búsett í Reykjavík en foreldrar hennar eru þau Karlotta Maria Scholl úr Borgarnesi og Morgan Walford sem kemur frá Ameríku. Stúlkan er fyrsta barn foreldra sinna og að sögn móður hennar gekk fæðingin mjög vel. „Settur dagur var 22. desember svo hún lét okkur bíða í tíu daga, en þegar kom að þessu gekk allt mjög vel. Það voru engir erfiðleikar í fæðingu og allt eins og það átti að vera,“ segir Karlotta. „Ég er líka alveg búin að jafna mig og sú litla er enn sem komið er bara mjög vær og góð, alveg fullkomin,“ bætir hún við og brosir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Góður sigur ÍA

Skagamenn unnu góðan sigur á Stál-úlfi, 126-109, þegar liðin mættust í elleftu umferð í 2. deildar karla í körfuknattleik. Leikið... Lesa meira