Tilraun til að fella efnissíló mistókst

Í dag var gerð tilraun til að fella fjögur samliggjandi efnissíló á lóð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Sprengiefni var komið fyrir og umferð lokað um Faxabraut af öryggisástæðum. Meðfylgjandi myndband var tekið upp þegar sprengt var. Sýnir það heljar mikinn sprengihvell og hvernig sílóin byrjuðu að falla í suðaustur í átt að Faxabraut, en stöðvuðust þá; héngu föst á járnbentri byggingunni ofan á þeim. Greinilegt er að skort hefur á magn sprengiefnis til að verkið tækist sem skildi. Nú síðdegis voru byggingingarnar enn uppihangandi. Ljóst er að þær skapa verulega hættu á meðan og má búast við að lokað verði fyrir umferð um Faxabraut þar til tekist hefur að fella mannvirkin.

Þess ber að geta að ekki voru sendar út neinar tilkynningar til fjölmiðla eða íbúa í aðdraganda fyrirhugaðra sprenginga í dag. Það er fyrirtækið Work North ehf. sem er verktaki við niðurrif mannvirkja Sementsverksmiðjunnar en verkkaupi er Akraneskaupstaður.

 

Efnissíló sprengd í fag. Hefði þurft meira púður!

Posted by Magnús Magnússon on Saturday, December 30, 2017

Líkar þetta

Fleiri fréttir