Eins og sést vel á þessari mynd er byggingin hálfhrunin, rétt eins og eftir fyrri sprenginguna 30. desember sl. Ljósm. Skessuhorn/Kolbrún Ingvarsdóttir

Faxabraut lokuð fyrir gangandi og akandi umferð

Lögreglan á Vesturlandi hefur nú lokað fyrir alla umferð um Faxabraut á Akranesi. Ástæðan er sú að í dag mistókst að sprengja og fella fjögur efnissíló á lóð Sementsverksmiðjunnar og er því mikil hrunhætta á svæðinu, enda hallast sílóin mikið og bygging ofan á þeim. Falli sílóin getur brak úr þeim hæglega þeyst út á Faxabraut. Lögregla hefur því ákveðið að ekki er óhætt að vera á ferli á þessum hluta götunnar. Lokunin nær frá Jaðarsbraut að Sementsbryggju og gildir til 2. janúar nk. en þá verður ástandið metið að nýju, segir í tilkynningu lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir