Sigrún fór úr axlarlið

Körfuknattleikskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms og íslenska landsliðsins, meiddist illa í viðureign Skallagríms og Vals í Domino‘s deild kvenna í gærkvöldi. Sigrún fór úr axlarlið og þurfti að koma henni undir læknishendur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, þar sem hún fór í myndatöku áður en handleggnum var nuddað aftur í liðinn.

Að sögn Ragnheiðar Guðmundsdóttur, móður hennar, er Sigrún mjög verkjuð í öxlinni en hefur það þokkalegt að öðru leyti. Hún segir að búast megi við að Sigrún verði frá keppni að minnsta kosti fram yfir áramót. Hvenær á nýja árinu hún geti hafið körfuknattleiksiðkun aftur að nýju verði hins vegar að koma í ljós, en það verði að sjálfsögðu ákveðið í samráði við lækni. „En hún er með ólíkindum hörkutól og ég hugsa að það verði frekar að halda aftur af henni en hitt,“ segir Ragnheiður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Sýningu Ísaks Marvins lýkur í dag

Grundfirðingurinn Ísak Marvins opnaði myndlistasýningu sína, Innsýn, í Samkomuhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 18. október síðastliðinn. Sýningin er liður í dagskrá Rökkurdaga.... Lesa meira