Besta svarthvíta myndin

Þessa skemmtilegu mynd tók Sigrún Ólafsdóttir bóndi í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal í fjárhúsunum sínum. Þarna er búið að gefa á garðann. Glöggt má sjá að búið er að raða í krærnar fyrir fengitímann sem brátt fer í hönd. Sigrún birti mynd sína á Facebook og fékk ýmsar skemmtilegar athugasemdir; eins og aðskilnaðarstefnu, lopapeysumynstur og litakóðun. Ein spurði svo: „Er þetta svarthvíta myndin sem allir eru að pósta?“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira