Endurskrá þarf upplýsingar á atburðaskrá og smáauglýsingar

Fréttavefur Skessuhorns var í þeim hópi fyrirtækjavefja sem vistaður var hjá 1984.is og hrundi síðastliðið miðvikudagskvöld. Mánaðar gamalt afrit var til af vefnum og tókst að koma nýrri vefsíðu í loftið á hádegi á föstudaginn sem byggði á þeim gögnum. Ekki liggur þó fyrir hvort náist að endurheimta öll þau gögn sem týndust, en það eru einkum fréttamyndir og greinar sem skráð var á vefinn frá 17. október til 16. nóvember sl. Athygli skal vakin á því að endurskrá þarf smáauglýsingar og upplýsingar í viðburðaskrá Skessuhorns hér á vefnum. Hvorutveggja er ókeypis þjónustu eins og kunnugt er.

Líkar þetta

Fleiri fréttir