2. október 2021
Í tilkynningu frá Sæferðum fyrir um klukkustund kemur fram að vegna bilunar í aðalvél Baldurs falla allar ferðir ferjunnar niður þar til annað verður tilkynnt. „Viðgerð hefur staðið yfir frá því í gær og var unnið í alla nótt. Ekki er ljóst á þessari stundu hve langt stopp ferjunnar verður,“ segir í tilkynningunni. Sæferðir mun nota farþegabátinn Særúnu eitthvað í fjarveru Baldur og verður það kynnt síðar á upplýsingasíðu fyrirtækisins; www.saeferdir.is þegar meira verður vitað um umfang bilunarinnar í aðalvél Baldurs.