Árgangur 1984, sem hér sést á mynd, gerði sér lítið fyrir og sigraði. Reyndar ekki í mótinu sjálfu, heldur búningakeppnina. Mættu þeir félagar úr 1984 árgangnum vandlega merktir sem kempur úr liði ÍA sem sigraði tvöfalt árið 1984, árið sem þeir fæddust. Ekki nóg með það, heldur fengu þeir Hörð Helgason til að stýra liðinu frá hliðarlínunni, en Hörður var einmitt þjálfari ÍA árið 1984. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.

Stærsta árgangamót ÍA til þessa