2. október 2021
Lögreglan á Vesturlandi hafði í liðinni viku afskipti af 14 ökumönnum sem óku of hratt. Auk þess voru 267 ökumenn myndaðir í hraðamyndavélum á Vesturlandsvegi frá 6. til 12. nóvember. Þrír ökumenn voru teknir af lögreglunni undir áhrifum fíkniefna. Sex umferðaóhöpp urðu í umdæminu. Í tveimur þeirra var ekið á umferðaskilti, ein bifreið fór útaf veginum við Fornahvamm og skemmdist bifreiðin töluvert en fólk slapp án meiðsla. Lítilsháttar meiðsli urðu á fólki sem lenti í árekstri á Akranesi. Loks urðu tvö óhöpp þar sem ferðamenn misstu bifreiðar sínar útaf vegi, en sluppu án meiðsla eða teljandi tjóns.