2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Íþróttir09.10.2017 14:54
Jón Orri Kristjánsson átti prýðisleik fyrir ÍA. Ljósm. úr safni/ jho.

Naumt tap ÍA gegn Hamri

08.02.2023 09:01

Afmælisblað í stóru upplagi í næstu viku

Lesa meira

08.02.2023 08:02

Lífið er núna dagurinn á morgun, 9. febrúar

Lesa meira

08.02.2023 06:01

Segir ömurlegt að þurfa að ströggla við að leita réttar síns

Lesa meira

07.02.2023 15:38

Sigrún fórnar hárinu síðdegis á morgun safnist milljón

Lesa meira

07.02.2023 15:02

Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar

Lesa meira

07.02.2023 14:04

Níu manna sérfræðihópur til hjálparstarfs í Tyrklandi

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

ÍA tók á móti Hamri í annari umferð 1. deildar karla í körfuknattleik í gær. Leikurinn var jafn og spennandi en að lokum fór svo að gestirnir sigruðu naumlega, 72-76. Gestirnir úr Hveragerði byrjuðu betur en eftir það höfðu Skagamenn heldur undirtökin í fyrsta leikhluta. Þeir leiddu með örfáum stigum allt þar til undir lok fjórðungsins að Hamarsmenn jöfnuðu í 17-17. Jafnt var á með liðunum framan af öðrum leikhluta. Þá náðu gestirnir góðum kafla og mest 13 stiga forskoti. Skagamenn spýttur í og minnkuðu muninn í fimm stig áður en flautað var til hálfleiks í stöðunni 35-40. Skagamenn komu ákveðnir til síðari hálfleiks og jöfnuðu metin í 47-47 um miðjan þriðja leikhluta. Hamar komst fimm stigum yfir en aftur jöfnuðu Skagamenn og leikurinn í járnum fyrir lokafjórðunginn 55-55. Liðin skiptust á að leiða síðustu tíu mínúturnar og höfðu aldrei meira en fjögurra stiga forskot hvort á annað. Skagamenn leiddu með tveimur stigum þegar mínúta lifði leiks, 71-69 en gestirnir náðu að stela sigrinum á lokasekúndunum. Lokatölur urðu 72-76, Hamarsmönnum í vil og Skagamenn þurftu að sætta sig við svekkjandi tap. Derek Shouse var stigahæstur Skagamanna með 20 stig. Tók hann 8 fráköst að auki. Fannar Freyr Helgason og Jón Orri Kristjánsson settu báðir upp huggulegar tvennur. Fannar var með 19 stig og 10 fráköst en Jón Orri með 16 stig og 14 fráköst. Eftir tap naumt tap í fyrstu tveimur leikjum vetrarins eru Skagamenn án stiga. Næst leika þeir í deildinni 22. október næstkomandi þegar þeir mæta liði Gnúpverja á útivelli. Í millitíðinni mæta þeir hins vegar liði Hattar í Maltbikarnum. Bikarleikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi næstkomandi föstudagskvöld, 13. október.