2. október 2021
Landslið karla í knattspyrnu spilar í kvöld afar þýðingarmikinn leik við Kósóvó á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 18:45. Þetta er síðasti leikur íslenska landsliðsins í I riðli, en fyrir hann er liðið í efsta sæti. Með sigri í kvöld er farseðillinn á HM næsta sumar tryggður. Í öðru og þriðja sæti í riðlinum eru Króatía og Úkraína sem spila á sama tíma í Kænugarði. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru ýmsir orðnir spenntir. Myndin er tekin framan við íbúðarhús Engilberts Runólfssonar byggingameistara á Akranesi sem er eins og margir þekkja er mikill áhugamaður um fótbolta. Þar er flaggað í tilefni dagsins. Áfram Ísland!