2. október 2021
Velferðarráðuneytið og Kvenréttindafélag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra og Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður stjórnar Kvenréttindafélagsins undirrituðu samning þessa efnis nýverið. Meginmarkmiðið er að efla fræðslu um jafnrétti kynjanna, bæði gagnvart almenningi en einnig með sértækri fræðslu fyrir tiltekna hópa.