2. október 2021
Um hádegisbiið í gær sást til grindhvalavöðu fyrir utan höfnina í Ólafsvík. Stefndu hvalirnir inn í höfnina og var því óskað eftir aðstoð frá björgunarsveitinni Lífsbjörgu við að koma þeim frá aftur. Veðrið var fremur slæmt en þó gekk vel að koma hvölunum aftur áleiðis til hafs. Ekki er langt síðan önnur hvalavaða kom inn í höfnina í Rifi og tókst einnig að reka hana á haf út. Sú var þó sýnu stærri. Ekki er vitað hvers vegna þetta gerist en ein kenning vísindamanna er sú að bergmálsskynjun dýranna ruglist.