2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir24.07.2017 09:01

Makríll veiðist fyrir austan og sunnan land

07.02.2023 15:38

Sigrún fórnar hárinu síðdegis á morgun safnist milljón

Lesa meira

07.02.2023 15:02

Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar

Lesa meira

07.02.2023 14:04

Níu manna sérfræðihópur til hjálparstarfs í Tyrklandi

Lesa meira

07.02.2023 13:42

Tvö í framboði til formanns VR

Lesa meira

07.02.2023 12:13

Stjórn SSV skorar á yfirstjórn RÚV

Lesa meira

07.02.2023 09:50

Skallagrímur með sterkan sigur á Ármanni

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Víkingur AK kom til Vopnafjarðar á föstudagskvöldið með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fékkst á miðunum suðaustan við landið. Að sögn Hjalta Einarssonar á Víkingi hefur makríllinn veiðst jafnt fyrir austan sem vestan, en skip frá Vestmannaeyjum og tveir togarar höfðu m.a. verið að makrílveiðum í Grindavíkurdjúpi. „Við vorum að veiðum á Papagrunni, í Lónsdjúpi og Berufjarðaráli og fengum strax 170 tonn í fyrsta kasti. Síðan dró úr veiðinni og hlutfall síldar jókst í aflanum. Það er búin að vera kaldafýla á miðunum marga undanfarna daga og það hefur torveldað okkur leitina. Í morgun fengum við hins vegar 100 tonn af hreinum makríl,“ segir Hjalti á föstudaginn, en hann segir erfitt að átta sig á magni makríls við suðurströndina. Vera kann að það sé mikið, en makríllinn er þá mjög dreifður. „Það eina sem er ljóst, er að smærri makrílinn vantar í aflann. Meðalvigtin er áfram um eða yfir 400 grömm. Það er nóg af æti fyrir fiskinn og makríllinn sem við höfum verið að veiða er mjög vel haldinn,“ segir Hjalti í samtali við HB Granda vefinn.