2. október 2021
Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Snæfellsness síðustu dagana og um helgina var engu líkara en fyrstu haustlægðirnar væru mættar. Rafmagnstruflanir urðu á bæjum innan við Ólafsvík vegna þess að staur brotnaði. Einnig fuku fiskikör til á bryggjunni í Ólafsvík. Ekki urðu þó neinar skemmdir eða slys eftir því sem vitað er. Hvassast var í morgun, en þá mældust 18 metrar á sekúndu í Ólafsvík og fóru hviður í 27 metra klukkan fimm í morgun. Veðrið fór þó að ganga niður þegar líða tók á daginn.