2. október 2021
Knattspyrnuveisla var á Hellissandi sl. sunnudag þegar tveir leikir fóru fram á Hellissandsvelli. Fyrst áttust við Snæfellsnes og sameiginlegt lið ÍBV/KFR í 4. flokki karla A liða. Lauk þeim leik með 2-2 jafntefli. Næst léku Snæfellsnes og ÍBV/KFR í 4. flokki karla B liða og þar smellti Björg Ágústsdóttir af og náði þessari skemmtilegu mynd sem fylgir hér með. Úrslit leiksins fylgja ekki sögunni enda áhorfendur uppteknir af því að fylgjast með leiknum og þau hafa ekki verið skráð á vefsíðu KSÍ.