2. október 2021
„Við vorum að koma ofan af Arnarvatnsheiði og þetta var meiriháttar ferð. Fengum flotta veiði,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson, en hann ásamt nokkrum félögum sínum fór nýlega til veiða á Arnarvatnsheiði. „Við fengum 20 flotta fiska í Arnarvatni stóra. Margir þeirra voru þetta þrjú til sex pund. Við beittum makríl því fiskurinn virtist ekki líta við flugunni. Hann er greinilega mjög vel haldinn í vötnunum. Þetta er einhver besti veiðitúr sem ég hef farið í,“ bætti Hörður við.