Nú er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða efni er vinsælast í íslenskum bókasöfnum á vef Landskerfis bókasafna. Á vefsíðunni „Vinsælustu titlarnir“ er m.a. hægt að draga út tölur um vinsælustu bækurnar, vinsælustu tímaritin, hvaða kennslubók er eftirsóttust í framhaldsskólum landsins og hvað háskólaborgararnir taka að láni. Einnig er hægt að skoða hvað unga fólkið okkar er að lesa og hvort munur sé á lestarmynstri höfuðborgarbúa og Vestlendinga, svo dæmi sé tekið. Til þess að nálgast þessar upplýsingar og fleiri er farið inn á vefsíðuna Vinsælustu titlarnir á vef Landskerfis bókasafna og velja það sem áhugi er á að skoða. Upplýsingarnar á þessari vefsíðu byggja á upplýsingum um útlán úr bókasafnskerfinu Gegni. Skessuhorn sló til gaman inn sameiginlegt svæði Vesturlands og Vestfjarða í Gegni og athugaði hvaða titlar eru vinsælastir í útlánum allra bókasafna í landshlutanum. Óhætt er að segja að léttmetið eitt komist þar á blað, þ.e. tímarit og myndablöð, og þyngra efni fræðilegs eðlis er einfaldlega ekki að finna á topp-10. Listinn er eftirfarandi: