2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Íþróttir17.07.2017 11:22
Darrell Flake í leik með Skallagrími síðasta vetur. Ljósm. Skallagrímur.

Flake verður áfram í Borgarnesi

08.02.2023 08:02

Lífið er núna dagurinn á morgun, 9. febrúar

Lesa meira

08.02.2023 06:01

Segir ömurlegt að þurfa að ströggla við að leita réttar síns

Lesa meira

07.02.2023 15:38

Sigrún fórnar hárinu síðdegis á morgun safnist milljón

Lesa meira

07.02.2023 15:02

Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar

Lesa meira

07.02.2023 14:04

Níu manna sérfræðihópur til hjálparstarfs í Tyrklandi

Lesa meira

07.02.2023 13:42

Tvö í framboði til formanns VR

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við reynsluboltann Darrell Flake um að spila áfram með liðinu á komandi keppnistímabili. Samhliða því að leika með liðinu verður Flake aðstoðarþjálfari, auk þess sem hann mun taka að sér þjálfun drengja- og unglingaflokks Skallagríms. Frá þessu er greint í tilkynningu á Facebook-síðu Skallagríms. Flake er körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur. Hann er 37 ára gamall og hefur leikið hér á landi við góðan orðstír frá árinu 2008, þegar hann gekk fyrst til liðs við Skallagrím. Aftur lék hann í Borgarnesi 2011 og 2012 og gekk síðan til liðs við Skallagrím þriðja sinni fyrir síðasta keppnistímabil. Síðasta vetur lék hann 24 mínútur að meðaltali í Domino‘s deildinni, skoraði 8,5 stig, tók 5,9 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. „Ég er gríðarlega spenntur að fá Darrell aftur til liðsins, ekki síst þar sem hann kemur með mikilvæga reynslu í liðið, auk þess sem okkur vantaði tilfinnanlega meiri breidd í stöðurnar undir körfunni. Darrell mun hjálpa okkur að binda saman varnarleikinn auk þess sem allir vita hvað hann getur á hinum enda vallarins. Þá hef ég miklar væntingar um að hann verði góð viðbót við þjálfarateymið,“ segir Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, á Facebook-síðu félagsins.