2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir16.07.2017 11:44

Máni Hilmarsson valinn í landsliðið

08.02.2023 09:01

Afmælisblað í stóru upplagi í næstu viku

Lesa meira

08.02.2023 08:02

Lífið er núna dagurinn á morgun, 9. febrúar

Lesa meira

08.02.2023 06:01

Segir ömurlegt að þurfa að ströggla við að leita réttar síns

Lesa meira

07.02.2023 15:38

Sigrún fórnar hárinu síðdegis á morgun safnist milljón

Lesa meira

07.02.2023 15:02

Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar

Lesa meira

07.02.2023 14:04

Níu manna sérfræðihópur til hjálparstarfs í Tyrklandi

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Á hverju ári sendir Landssamband hestamannafélaga landslið til þátttöku á stórmóti, annarsvegar Norðurlandamót og hinsvegar Heimsmeistaramót íslenska hestsins. Farið er eftir sérstökum lykli við val á keppendum. Heimsmeistaramót íslenska hestsins í hestaíþróttum verður að þessu sinni haldið í Oirschot í Hollandi vikuna 7. - 13. ágúst, á sama stað og mótið var haldið fyrir tíu árum. Mótið er sem fyrr stærsti vettvangur íslenska hestsins á heimsvísu. Þar eiga nítján þjóðir keppnisrétt og má búast við miklum fjölda gesta þá sjö daga sem það stendur yfir. Fjölmenni hefur bókað ferð héðan frá landinu til að fylgjast með og njóta. Borgnesingurinn Máni Hilmarsson hefur nú verið valinn sem knapi númer fimm í ungmennalið Íslands. Hann keppir á Presti frá Borgarnesi í fimmgangsgreinum en saman hafa þeir unnið til fjölda verðlauna, urðu m.a. Íslandsmeistarar í fimmgangi ungmenna á Íslandsmótinu í fyrra. Prestur er úr heimaræktun fjölskyldunnar í Borgarnesi, undan Klerki frá Bjarnanesi og Drottningu frá Þverholtum. Auk Mána eru nokkrir vestlenskir knapar og hross meðal þátttakenda. Má þar nefna Jakob Svavar Sigurðsson, Konráð Val Sveinsson og Björn Hauk Einarsson. Landslið Íslands í Hestaíþróttum verður formlega kynnt næstkomandi miðvikudag. Það er samkvæmt Facebook-síðu landsliðsins þannig skipað:   Jakob Svavar Sigurðsson og Gloría frá Skúfslæk T1 V1 Jóhann Rúnar Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum T1 V1 Ásmundur Ernir Snorrason og Spölur frá Njarðvík T1 V1 Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri-Leirárgörðum F1 T1 pp1 Viðar Ingólfsson og Kjarkur frá Skriðu F1 T2 pp1 Svavar Örn Hreiðarsson og Hekla frá Akureyri P1 p2 pp1 Ævar Örn Guðjónsson og Vaka frá Sjávarborg p1 p2 pp1 Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli p1 p2 pp1 Guðmundur Björgvinsson og Straumur frá Feti T1 V1 Reynir Örn Pálmason Kristín Lárusdóttir og Óðinn von Hagenbuch T1 V1   Ungmenni Finnbogi Bjarnason og Randalín frá Efri-Rauðalæk T1 V1 Gústaf Ásgeir Hinriksson og Pistill frá Litlu-Brekku T1 T2 Konráð Valur Sveinsson og Sleipnir frá Skör P1 P2 pp1 Anna Bryndís Zingsheim og Náttrún vom Forstwald T1 V1 Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi.   Þau kynbótahross sem hafa verið valin eru. Hryssur 5v - Buna frá Skrúð kn Björn Haukur Einarsson Stóðhestar 5v - Grani frá Torfunesi kn Sigurður Matthíasson Hryssur 6v - Hervör frá Hamarsey kn Vignir Jónasson Stóðhestar 6v - Hængur frá Bergi kn Jakob Svavar Sigurðsson Hryssur 7v og eldri - Hnit frá Koltursey kn Sigurður Vignir Matthíasson Stóðhestar 7v og eldri - Þórálfur frá Prestbæ kn Þórarinn Eymundsson