Ingimar Oddsson og Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir í steampunk-stíl ásamt dóttur þeirra, Ásthildi Hallveigu.

Dularfulla búðin verður opnuð á Akranesi í maí

„Það er orðið öruggt að Dularfulla búðin verður til húsa að Skólabraut 14 hér á Akranesi, þar sem síðast var bakaríið Brauðval og áður Café Mörk,“ segir Ingimar Oddsson í samtali við Skessuhorn. Hann vinnur þessa dagana hörðum höndum að opnun búðarinnar, sem verður í senn verslun, safn, kaffisala og fleira. „Næst á dagskrá er að hanna umgjörð Dularfullu búðarinnar inn í húsnæðið, í raun útbúa leikmynd safnsins og búðarinnar. Framkvæmdir innanstokks verða í sjálfu sér ekki stórtækar. En það þarf að mála allt, smíða bar og útbúa aðstöðu þar sem gestir geta fengið sér öl og kaffi,“ segir hann. „Síðan er að setja upp sýningarhlutann og útbúa lýsingu fyrir einstaka sýningargripi og svo setja upp minjagripasöluna. Hún verður sér en engu að síður verða allir gripir í safninu þó meira og minna til sölu. Að lokum verða sett auglýsingaskilti utan á húsið. Þegar framkvæmdur lýkur verður yfirbragð hússins allt mjög dularfullt, bæði að innan sem utan. Þetta verður dálítið eins og að útbúa sviðsmynd fyrir leiksýningu,“ segir Ingimar í samtali við Skessuhorn.

Nánar er rætt við Ingimar í Dularfullu búðinni í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir