Siguroddur Pétursson er efstur í einstaklingskeppninni. Ljósm. iss.
2. október 2021
Lið Leiknis/Skáneyjar jók forustu sína eftir annað keppniskvöld í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum, en að þessu sinni var keppt í slaktaumatölti í Faxaborg. Allir fjórir liðsmenn Leiknis/Skáney raða sér nú meðal sex efstu manna í einstaklingskeppninni, en hana leiðir þó Siguroddur Pétursson. Það eru þó enn mörg stig í pottinum. Fjögur efstu liðin í deildinni halda þátttökurétti sínum til næsta árs. Úrslit í slaktaumatölti sl. föstudag: