2. október 2021
Norðurálsmótið í knattspyrnu fyrir 7. flokk drengja hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður landsins og er orðinn fastur liður í menningarlífi Akranesbæjar. Norðurálsmótið 2017 verður haldið helgina 23.-25. júní næstkomandi. Verður mótið með hefðbundnu sniði. Þátttakendur úr 7. flokki karla leika í sjö manna liðum en úrslitin eru ekki skráð. Opnað verður fyrir skráningar keppnisliða til þátttöku í mótinu í sumar miðvikudaginn 1. mars næstkomandi og rennur skráningarfresturinn út föstudaginn 10. mars.