2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Íþróttir16.02.2017 10:24
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gerir atlögu að körfu Valskvenna. Ljósm. Skallagímur/ Ómar Örn.

Bikarhrollur í Skallagrímsliðinu

08.02.2023 09:01

Afmælisblað í stóru upplagi í næstu viku

Lesa meira

08.02.2023 08:02

Lífið er núna dagurinn á morgun, 9. febrúar

Lesa meira

08.02.2023 06:01

Segir ömurlegt að þurfa að ströggla við að leita réttar síns

Lesa meira

07.02.2023 15:38

Sigrún fórnar hárinu síðdegis á morgun safnist milljón

Lesa meira

07.02.2023 15:02

Þóra Arnórsdóttir til Landsvirkjunar

Lesa meira

07.02.2023 14:04

Níu manna sérfræðihópur til hjálparstarfs í Tyrklandi

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Í gærkvöldi hófst keppni í Domino‘s deild kvenna að nýju eftir hlé vegna bikarkeppninnar í síðustu viku. Í Borgarnesi mættust Skallagrímur og Valur. Smá bikarhrollur var í Skallagrímsliðinu eftir tap í úrslitaleiknum síðasta laugardag. Valskonur voru heldur sterkari allan leikinn og höfðu að lokum sigur, 63-71. Valur byrjaði betur og var með undirtökin í upphafi leiks. Um miðjan upphafsfjórðunginn komust Skallagrímskonur upp að hlið þeirra og liðin skiptust nokkrum sinnum á að leiða leikinn. Valur hafði þó forystuna eftir fyrsta leikhluta, 15-17. Skallagrímur komst yfir í upphafi annars leikhluta áður en Valur náði undirtökunum á nýjan leik. Þær náðu mest fimm stiga forskoti seint í þriðja leikhluta en Skallagrímur átti lokaorðið í fyrri hálfleik sem varð til þess að forskot gestanna var aðeins eitt stig í hléinu, 30-31. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en um miðjan þriðja leikhluta náði Valur góðum leikkafla sem skilaði liðinu átta stiga forskoti fyrir lokafjórðunginn, 45-53. Skallagrímur náði að minnka muninn niður í fimm stig í upphafi fjórða leikhluta en komst ekki nær. Valur leiddi allt til leiksloka og sigraði með átta stiga mun, 63-71. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var atkvæðamest í liði Skallagríms með 18 stig og ellefu fráköst. Tavelyn Tillman skoraði 16 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Kristrún Sigurjónsdóttir var með tólf stig og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoraði tíu stig og tók níu fráköst. Í liði Vals skilaði Mia Lloyd sannkallaðri tröllatvennu. Hún skoraði 28 stig og reif niður 24 fráköst. Að auki gaf hún fimm stoðsendingar. Úrslit leiksins hafa ekki áhrif á stöðu Skallagríms í deildinni. Þrátt fyrir tap situr liðið sem fastast á toppi Domino‘s deildar kvenna með 32 stig, jafn mörg stig og Snæfell í sætinu fyrir neðan. Skallagrímur og Snæfell mætast í stórleik 22. umferðar á laugardaginn, 18. febrúar. Leikurinn fer fram í Borgarnesi.