2. október 2021
Um síðustu helgi syntu ellefu sundmenn frá Sundfélagi Akraness á alþjóðlegu sundmóti í Reykjavík, RIG, en þetta var fyrsta mótið í langan tíma sem fólkið keppti í 50m laug. „Sundfólkinu okkar gekk vel á mótinu og voru 54 bætingar yfir helgina ásamt því að mörg þeirra náðu inn í úrslitasund. Sundmenn komu víðsvegar frá svo sem Kúveit, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og Grænlandi,“ segir Trausti Gylfason formaður SA. „Með sanni má segja að þetta er mjög góð byrjun á árinu 2017 fyrir iðkendur hjá Sundfélaginu. Næsta mót er hjá yngri sundmönnum félagsins en þau taka þátt í ÍRB móti í Reykjanesbæ laugardaginn 4. febrúar en eldri sundmenn taka næst þátt í Gullmóti KR sem verður dagana 10. – 12. febrúar og fer fram í Reykjavík,“ segir Trausti.