Þúsund manns sátu ráðstefnu um björgunarmál í Hörpu

Rétt rúmlega þúsund manns sátu um helgina alþjóðlegu ráðstefnuna Björgun16 sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stóð fyrir í Hörpu í Reykjavík. Fjöldi innlendra- og erlendra sérfræðinga á sviði björgunarmála fluttu um 60 fyrirlestra á ráðstefnunni.

Samhliða ráðstefnunni er haldin vörusýning fyrir fagaðila og á sýningasvæðinu utan Hörpu var sett upp ljósmyndasýning sem endurspeglar störf viðbragðsaðila á Íslandi og björgunarsveitir sýndu þar björgunartæki og tól.

Við setningu ráðstefnunnar var endurnýjaður samningur milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvá sem meðal annars um samstarf á sviði forvarna á tryggingar björgunarsveitafólks.

Líkar þetta

Fleiri fréttir