Fjölbrautaskóli Vesturlands var einn af þeim framhaldsskólum sem tók þátt í lýðræðisvikunni sem lauk með skuggakosningum. Nemendur greiddu atkvæði í kjörklefum líkt og þeir væru að ganga að kjörborðinu í alþingiskosningum og völdu milli þeirra framboða í NV-kjördæmi sem birt hafa sína framboðslista.

Skuggakosningar í framhaldsskólum

Skuggakosningar fara fram í framhaldsskólum um land allt í dag. Skuggakosningar eru kosningar þar sem nemendur framhaldsskólanna fá að segja sína skoðun og er þetta í fyrsta sinn sem slíkar kosningar eru haldnar hér á landi. Kosningin er hluti af #egkys herferðinni sem hefur það að markmiði að efla lýðræðisvitund ungs fólks og hvetja það til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í kjörklefanum, í von um að kosningaþátttaka aukist. Skuggakosningar hafa verið haldnar í nágrannalöndum okkar um árabil með góðum árangri.
Niðurstöður kosninganna verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga 29. október næstkomandi. Verður þá hægt að bera saman niðurstöðu úr kosningum unga fólksins og lýðræðislega niðurstöðu þjóðarinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir