Grundarfjarðarbær veitti viðurkenningar fyrir þá sem hafa lagt ófáar klukkustundir í vinnu við myndasafnið í gegnum árin. Frá vinstri eru Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi, Sveinn Arnórsson, Ingi Hans Jónsson, Guðjón Elísson, Sunna Njálsdóttir og Elsa Björnsdóttir fyrir hönd bæjarstjórnar. Ljósm. Skessuhorn/tfk©

Nýr vefur fyrir myndasafn Bærings

Grundarfjarðarbær hefur opnað vef fyrir myndasafn Bærings heitins Cecilssonar á slóðinni baeringsstofa.is. Bæring Cecilsson var ljósmyndari af lífi og sál en hann fæddist árið 1923 og bjó alla tíð í Grundarfirði, eða allt þar til hann lést 2002. Eftir hann liggur ógrynni af ljósmyndum og myndböndum sem vefurinn mun gera skil. Í myndum Bærings má sjá uppbyggingu Grundarfjarðar frá öllum hliðum. Hann var heiðursborgari Grundarfjarðarbæjar. Þetta eru ómetanlegar heimildir sem nú verða aðgengilegar öllum. Grundarfjarðarbær hélt af þessu tilefni opnunarteiti í Bæringsstofu þegar vefurinn var formlega opnaður í gær. Það verður skemmtilegt að skoða myndirnar hans Bærings en af nægu er að taka.

Fremst eru þeir Páll Cecilsson bróðir Bærings og Ingi Hans Jónsson að skoða myndasafnið. Ljósm. Skessuhorn/tfk©

Líkar þetta

Fleiri fréttir