Gefa út Vísnakver Jóhannesar úr Kötlum

Um þessar mundir er að koma út Vísnakver Jóhannesar úr Kötlum. Um er að ræða bók sem samanstendur af lausavísum sem Jóhannes orti við ýmis tækifæri, stundum í samstarfi við aðra og í nokkrum tilvikum er um að ræða vísur sem aðrir ortu til hans. Það er bókaútgáfan Griffla sem gefur út bókina en að útgáfunni standa Svanur sonur Jóhannesar og Einar Svansson. Svanur hefur í áratugi séð um útgáfu bóka eftir föður sinn ásamt því að hafa safnað og flokkað efni eftir hann. „Þetta er að mörgu leyti mjög merkileg bók og margir hafa verið að bíða lengi eftir þessu,“ segir Einar Svansson hjá Grifflu. „Hugmyndin um að safna þessu saman kviknaði hjá pabba mínum, meðal annars vegna þess að margar af þessum vísum eru mjög frægar og hafa verið munnmælavísur hjá þjóðinni í langan tíma,“ heldur hann áfram.

Nánar er sagt frá útgáfunni í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir