Endurreisn heilbrigðiskerfisins er mikilvægasta verkefnið

Inga Björk Bjarnadóttir skipar annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Hún er alin upp í Borgarnesi en býr í Reykjavík eins og er, þar sem hún stundar meistaranám í listfræði við Háskóla Íslands. „Það var frábært að alast upp í Borgarnesi. Maður kann kannski ekki að meta heimabæinn sinn þegar maður er unglingur, en þegar maður flytur burtu þá fer maður til dæmis að sakna Hafnarfjallsins,“ segir Inga Björk og brosir. Hún segir að pólitískur áhugi hennar hafi kviknað þegar hún var 15 ára, eða þegar efnahagshrunið varð á Íslandi. „Ég fann út að ég átti heima í Samfylkingunni, því flokkurinn byggir á aldargamalli hefð jafnaðarstefnunnar.“ Sjálf hefur hún oft þurft að berjast fyrir rétti sínum, en hún hefur verið í hjólastól frá þriggja ára aldri vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. „ Ég hef alltaf vitað hvað kerfið okkar er ófullkomið og hvað sumir standa höllum fæti í samfélaginu. Bara það að þurfa að berjast fyrir hlutum eins og að fá hjólastól fannst mér svo skrýtið.“

Rætt er við Ingu Björk í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir