Hendrik er hérna ásamt starfsfólki sínu en hann er annar frá vinstri. Ljósm. tfk.

Nýr veitingastaður opnar í Grundarfirði

Veitingastaðurinn 59 Bistro Bar var opnaður á laugardaginn í Grundarfirði eftir gagngerar breytingar. Veitingastaðurinn er til húsa á Grundargötu 59 þar sem að Kaffi 59 og síðar RúBen voru til húsa. Veitingamaðurinn Hendrik Björn Hermannsson er maðurinn á bakvið 59 Bistro Bar og hefur hann staðið í ströngu síðustu viku en hann fékk staðinn afhentan 1. október síðastliðinn. Mikið verk hefur verið unnið á þessum sjö dögum en gagngerar endurbætur hafa átt sér stað inni á staðnum. Skipt hefur verið um gólfefni og innréttingar og margar hendur verið iðnar við kolann á þessum tíma. Staðurinn er glæsilegur á að líta eftir breytingarnar og verður varla neinn svikinn af heimsókn á 59 Bistro Bar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir