Kynningarfundur með sveitarstjórnarfólki um stofnfjárstyrki

Þriðjudaginn 11. október halda Íbúðalánasjóður og Samband íslenskra sveitarfélaga kynningarfund um framkvæmd laga um stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Borganesi og hefst kl. 10.30 og gert ráð fyrir að honum ljúki um kl. 12.00. Íbúðalánasjóði hefur verið falið framkvæmd þessara laga og er sjóðurinn þegar búinn að auglýsa eftir umsóknum. Þess vegna býður hann nú öllum sveitarstjórnarmönnum og ráðamönnum á Vesturlandi til kynningarfundar. Á fundinum munu fulltrúar Íbúðalánasjóðs kynna framkvæmd laganna, umsóknaferlið og svara fyrirspurnum um stofnfjárstyrki.  Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur Sambandsins mun kynna hvernig stofnstyrkir og nýtt húsnæðiskerfi snýr að og snertir sveitarfélögin í landinu. „Við hvetjum stjórnendur sveitarfélaga til að koma á fundinn og einnig að taka með sér áhugasama sveitarstjórnarmenn, embættismenn sveitarfélaga eins og við á og aðra hagaðila á ykkar svæði sem vinna tengt húsnæðismálum,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitgarfálga um væntanlegan fund.

Líkar þetta

Fleiri fréttir