Strekkingsvindi spáð í dag

Útlit er fyrir hvassa suðaustanátt í dag samhliða hlýju lofti. Mesti vindstrengurinn verður skammt undan suðvestanverðu landinu. Reikna má með hviðum allt að 30-35 m/s undir Eyjafjöllum frá því um nónbil en lægir í nótt.  Líklega sleppur við hviður af þeim styrk á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli þó litlu megi líklega muna síðdegis, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir