Fellibylurinn Matthew er nú að nálgast vesturströnd Florida skagans.

Hægt að fylgjast með fellibyl í beinni

Margar forvitnilegar veðursíður eru aðgengilegar almenningi á netinu. Meðal þeirra er ameríska síðan windytv.com. Á síðunni er hægt að ferðast um jörðina og sjá veður í rauntíma, vindstyrk, úrkomu og slíkt, og kalla auk þess fram veðurútlit næstu daga. Nú þessa stundina er til dæmis fellibylurinn Matthew að nálgast strönd Floridaskagans í Bandaríkjunum. Styrkur er hans er með þeim meiri, fimmta stigs fellibylur sem vafalítið á eftir að skilja eftir sig mikla eyðileggingu. Meðfylgjandi sjáskot er tekið nú á ellefta tímanum í dag.

Þeir sem vilja skoða þessa áhugaverðu veðursíðu ýti hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir